Wednesday, September 19, 2007

Seven Samurai-fimmtudaginn 20. sept.

Kvikmyndaklúbbur Leiklistardeildar LHÍ kynnir,
fimmtudagskvöldið 20. sept.

SEVEN SAMURAI
e. Akira Kurosawa

Nú er kominn tími til að skerpa samurai-sverðin og líta augum eitt frægasta sem og besta verk kvikmyndasögunnar. Seven Samurai er einn af hornsteinum japanskra kvikmyndagerðar og nú er tækifæri til að bera það augum á stóru tjaldi.

Myndin fjallar um samurai sem hefur lifað tímana tvenna, en honum býðst það verkefni að vernda lítið þorp frá ræningjum. Hann fær í lið með sér 6 aðra samuræa og þeir kenna þorpinu hvernig á að verja sig. Framundan er hörð barátta við blóðþyrsta glæpamenn sem svífast einskis til að ná sínu fram.

#11 á IMDB.com yfir bestu myndir allra tíma.

Sýnt verður director's cut, sem er mun betri heldur en upprunalega útgáfan.
Vonandi sjáumst við sem flest.

Sayonara,
Kvikmyndaklúbbur LHÍ.
www.listnemabio.blogspot.com

No comments: