Wednesday, August 29, 2007

Myndirnar í september


Hér eru myndirnar sem áætlar er að sýna í september. Nánar upplýsingar um hverja mynd koma í hverri viku. En sem sagt við ætum vð reyna að horfa á eftirfarandi myndir:

Þann 6. sept heiðrum við minningu Ingmars Bergman og horfum á Cries and Whispers frá 1973. Myndin er talin ein sú besta eftir meistarann og hlaut helling af verðlaunum og viðurkenningum m.a. óskarsverðlaun.

13. verður svo horft á Örkina eftir Aleksandr Sokurov. Myndin var sýnd á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í fyrra en kom út árið 2002. Í myndinni er ferðast í gegnum listasafn í Vetrarhöllinni í St. Pétursborgog er farið í gegnum helstu atburði í menningarsögu Rússlands. Og myndin er tekin í einni eða tveimur tökum með grilljón manns í aukahlutverkum. Algjört meistarverk sem allir verða að sjá.

20. sept er planið að glápa á The Seven Samurai eftir Akira Kurosawa. Myndin er oftar en ekki nefnd fyrsta nútíma bardagamyndin en hún kom út 1956. Óhæt er að segja að Japaninn kunni þetta því að myndin er tailin ein sú áhrifamesta í sögunni. Það er bara það!

Síðasta myndin í september verður þann 27. sem er sami dagur og Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík byrjar. Á hátíðinni verðru Rainer Werner Fassbinder tekinn sérstaklega fyrir og við viljum ekki vera neinir eftirbátar þeirra og sýnum því hina stórkostlegu Fear Eats the Soul frá 1974. Myndin fjallar um hina fullorðnu Emmi sem verður ástfangin af ungum araba að nafni Ali. Mjög svo áræðin og falleg mynd.

Þetta er sem sagt planið í dag en við látum vita ef eitthvað breytist. Nánari upplýsingar koma svo þegar það á við.
Kvikmyndaklúbburinn goes public

Já, nú höfum við loksins látið verða að því, við höfum stofnað bloggsíðu sem mun innihalda alls kyns skemmtileg heit eins og dagskrá og upplýsingar um myndir og þannig háttar. Kvikmyndaklúbburinn er tiltölulega ungur; stofnður í fyrra af áhugamönnum um að efla vitund skólasystkyna, og um leið sína eigin, um listrænar og góðar kvikmyndir. Það er okkar trú að með því frjógum við huga listnema svo um munar og mun sköpun allra hluteigandi verða hin mesta og besta. Í fyrra sýndum við nokkrar vægast sagt magnaður myndir eins og heimildarmyndina Stevie, indversku brjálæðisgeðveikina Kabhi Kushi Kabhi Gahm, úrval evrópskra stuttmynd, dauðamyndina Star Wars Holiday Special, 8 1/2 eftir Fellini og fleiri og fleiri. Í ár er markmiðið að efla klúbbinn enn frekar með hnitmiðaðri dagskrá sem verður birt með góðum fyrirvara, upplýsingar um myndir og í umræðunni er að skipuleggja stuttmyndakeppni.
En nú er bara um að gera að mæta á bíó og horfa á góðar myndir, fá sér kaldann drykk og gúffa í sig poppi. Glápt verður í hráa sal Sölvhólsgötunnar á fimmtudagkvöldum.