Tuesday, September 4, 2007

Cries and Whispers

Jæja, þá er komið að fyrsta samglápi. Það verður á fimmtudaginn komandi klukkan 20:00 í Hráa salnum á Sölvhólsgötunni. Myndin er ekki af lakara laginu: um er að ræða eitt af meistaraverkum Ingmars Bergman, Cries and Whispers frá 1972. Myndin gerist á noskru mansjóni og fjallar um fjórar konur; systurnar Agnesi, Karin og Maríu og þernuna Önnu. Agnes er með krabbamein og liggur fyrir dauðanum. Systurnar koma til hennar til að vera með henni síðustu metrana. Myndin, sem er að miklu leyti í flashbakki, fjallar um líf kvennanna sem á yfirborðinu virðist vera í góðu lagi. Annað er hins vegar uppi á teningnum þegar kafað er undir yfirborðið og kemur í ljós að líf þeirra einkennist af lygum, blekkingu, fyrirlitningu, sjálfshatri og fleiru í þeim dúr. Myndin er sem sagt ansi hressandi skoðun á manninum og samfélagi hans.

Ingmar Bergman hefur lýst því yfir að myndin sé mikil tilraun með kvikmyndamiðilinn sjálfann og áður en byrjað var á tökum gat hann aðeins lýst glefsum sem hann sá fyrir sér, andlitum, svipum, röddum, draumum, birtu, skuggum, stemmningu. Bergman gerir miklar tilraunir með miðilinn til að ná þessari stemmningu með t.d. kvikmyndatöku ( sem vann Óskar), sérstakri lýsingu, litanotkun og leikmynd.

Hér er því um að ræða sannkallaða veislu fyrir skynfærin og hvetjum við því alla til að mæta og glápa.

No comments: