Wednesday, September 19, 2007

Seven Samurai-fimmtudaginn 20. sept.

Kvikmyndaklúbbur Leiklistardeildar LHÍ kynnir,
fimmtudagskvöldið 20. sept.

SEVEN SAMURAI
e. Akira Kurosawa

Nú er kominn tími til að skerpa samurai-sverðin og líta augum eitt frægasta sem og besta verk kvikmyndasögunnar. Seven Samurai er einn af hornsteinum japanskra kvikmyndagerðar og nú er tækifæri til að bera það augum á stóru tjaldi.

Myndin fjallar um samurai sem hefur lifað tímana tvenna, en honum býðst það verkefni að vernda lítið þorp frá ræningjum. Hann fær í lið með sér 6 aðra samuræa og þeir kenna þorpinu hvernig á að verja sig. Framundan er hörð barátta við blóðþyrsta glæpamenn sem svífast einskis til að ná sínu fram.

#11 á IMDB.com yfir bestu myndir allra tíma.

Sýnt verður director's cut, sem er mun betri heldur en upprunalega útgáfan.
Vonandi sjáumst við sem flest.

Sayonara,
Kvikmyndaklúbbur LHÍ.
www.listnemabio.blogspot.com

Wednesday, September 12, 2007

Russian Ark 13. september

Jæja, listnemar,
nú er komið að næsta samglápi myndþyrstra listnema.

RUSSIAN ARK
e. Alexandr Sokurov

2000 leikarar, 3 sinfoníuhljómsveitir, 33 herbergi, 300 ára saga
Rússlands, ALLT Í EINNI TÖKU.
Hreint út sagt stórkostlegt afrek í sögu kvikmyndalistarinnar. Í
þessari mynd fylgjum við frönskum hefðarmanni á göngu hans í gegnum
hið stórbrotna Hermitage safn í St. Péturborg. Þar mætum við mörgum af
helstu meistaraverkum listasögunnar, og einnig vaknar til lífsins saga
Rússlands og við flæðum inn á milli herbergja jafnt sem atburða á
stanslausu ferðalagi en myndin er tekin í EINNI töku og komu um 4500
manns að gerð hennar.
Þessari máttu ekki missa af!!!
Tilnefnd til Gullpálmans í Cannes 2002.

Sýnt í Hráa Salnum, Sölvhólsgötu 13 (leiklistar-og tónlistardeild).
Allir velkomnir úr öllum deildum, og allstaðar að ef því er að skipta.

Kær kveðja,
Listnemabíó

Thursday, September 6, 2007

Fyrsta mynd vetrarins í kvöld kl 20. Cries and Whispers eftir Bergman. Skorum á alla til að mæta og líta þetta meistarverk.

Tuesday, September 4, 2007

Cries and Whispers

Jæja, þá er komið að fyrsta samglápi. Það verður á fimmtudaginn komandi klukkan 20:00 í Hráa salnum á Sölvhólsgötunni. Myndin er ekki af lakara laginu: um er að ræða eitt af meistaraverkum Ingmars Bergman, Cries and Whispers frá 1972. Myndin gerist á noskru mansjóni og fjallar um fjórar konur; systurnar Agnesi, Karin og Maríu og þernuna Önnu. Agnes er með krabbamein og liggur fyrir dauðanum. Systurnar koma til hennar til að vera með henni síðustu metrana. Myndin, sem er að miklu leyti í flashbakki, fjallar um líf kvennanna sem á yfirborðinu virðist vera í góðu lagi. Annað er hins vegar uppi á teningnum þegar kafað er undir yfirborðið og kemur í ljós að líf þeirra einkennist af lygum, blekkingu, fyrirlitningu, sjálfshatri og fleiru í þeim dúr. Myndin er sem sagt ansi hressandi skoðun á manninum og samfélagi hans.

Ingmar Bergman hefur lýst því yfir að myndin sé mikil tilraun með kvikmyndamiðilinn sjálfann og áður en byrjað var á tökum gat hann aðeins lýst glefsum sem hann sá fyrir sér, andlitum, svipum, röddum, draumum, birtu, skuggum, stemmningu. Bergman gerir miklar tilraunir með miðilinn til að ná þessari stemmningu með t.d. kvikmyndatöku ( sem vann Óskar), sérstakri lýsingu, litanotkun og leikmynd.

Hér er því um að ræða sannkallaða veislu fyrir skynfærin og hvetjum við því alla til að mæta og glápa.