Wednesday, October 10, 2007

Afsakið hle

Kvikyndaklúbburinn er búinn að liggja niðri í nokkurn tíma. Gengur þetta þvert á stefnu klúbbins en orsakir þessara truflanna á dagksránni eru engan veginn okkur að kenna. Í fyrsta lagi bilaði skjávarpi rétt fyrir sýningu á Hinum sjö samúræjum og viku seinna byrjaði kvikmyndahátíð sem beindi athugli kvikmyndáhugamanna í aðra átt. Að auki neyddist annar umsjónarmanna klúbbsins að fara erlendis í skiptinám og ruglaði sú reisa huga hans allsvakalega. Nú, hins vegar, sjáum við fram á bjarta tíma og gríðarlega áhugaverðar myndir. Vegna þessara mistaka höfum við áveðið að birta dagskrá klúbbsins vel fram í nóvember. Dagsskárin fer yfir víðan völl, frá japaönskum slagsmálun til hrikalegra örlaga barna í hvíta rússlandi í Seinna stríði yfir í sci - fi útgáfu af stormviðrinu eftir Shakespear. Hér er planið:

Hinir sjö samúræjar (The Seven Samurai): 11. okt
Við höfum ekki gefist upp á þessari mynd og ætlum að gera aðra tilraun til að sýna hana. Ástæðan er einföld, hér er á ferðinni ein best bardagamynd sögunnar og mynd sem hefur haft áhrif á fjöldan allann af kvikmyndagerðamönnum.

Á bout de souffle (Breathless): 18. okt
Ekki er hægt að starfrækja kvikmyndaklúbb án þess að sýna að minnsta kosti eins Godard mynd. Jean Luc Godard ern án efa einn áhrifamesti kvikmyndaleikstjóri sem uppi hefur verið ásamt mönnum eins og Hitchcock og fl. Á bout de souffle er eins konar manifesto fyrir frönsku nýbylgjuna sem reis upp úr 1960. Myndin er, í samhengi við tíðarandam mjög framúrstefnuleg og fagurfræði hennar gengur þvert á allar línur sem áður höfðu verið lagðar. Myndin var þar af leiðandi bönnuð í nokkur ár en fólk sá fljótlega að sér og horfi af hrifningu á meistaraverkið. Mynd sem allir verða að sjá.

Fa yeung nin wa (In the mood for love): 25. okt
Hér er á ferðinni mjög áhugaverð mynd, bæði hvað varðar sögu og ekki síst fagurfræði og myndtöku. Myndin er frá Hong Kong og gerð árið 2000. Hún fjallar um unga konu og mann sem flytja fyrir tilviljun inn í sama hús í Hong Kong. Þau eru bæði gift en fljótlega flækjast málin svo um munar. Myndatakan minnir á kvikmyndir 6. og 7. áratugarins og svífur nostalgían yfir vötnum og ýtir vel undir söguna. Mjög falleg mynd og áhrifamikil. Myndin hefur unnið til ótrúlegs fjölda verðlauna víða um heim.

Idi i smotri (Come and See): 1. nóv
Þessi mynd sýnir afleiðingar Seinni heimstyrjaldarinnar á þorp í Hvíta - Rússlandi á hrikalegan og raunsæjan hátt. Sagan segir frá ungum strák sem vill ekkert heitar en að fá að berjast gegn nasistunum. Þegar á vígvöllin er komið breytast aðstæður hins vegar til muna og tilvera hans rústast hreint út sagt. Geðveiki stríðsins er allsráðandi og hefur myndinni verið líkt við Apocalypse Now sökum þess. Myndin er mjög óþægileg, en þó ekkert sérstaklega ógeðsleg, og krefur áhorfandann um að taka afstöðu til stíðs yfir höfuð.

Forbidden Planet: 8. nóv
Sci fi mynd frá 1956 sem byggð er á Stormviðrinu eftir Shakespeare og ein helsta hetja hennar er Robbie the Robot. Þarf að segja meira? Held ekki.


Þetta er sem sagt dagsskráin til fram í nóvember. Eins og áður ætlum við að setja inn upplýsingar um hverja mynd með góðum fyrirvara en þó verður að vera undantekning á þessari reglu þar sem að Hinir sjö samúræjar verður sýnd á morgun, 11. október. Við hvetjum alla til að mæta og horfa á gott bíó og hver veit nema að veitingar verði í boði og sölu. Allt gláp byrjar klukkan átta nema annað sé tekið fram.

Mötum öll!

No comments: