Wednesday, September 12, 2007

Russian Ark 13. september

Jæja, listnemar,
nú er komið að næsta samglápi myndþyrstra listnema.

RUSSIAN ARK
e. Alexandr Sokurov

2000 leikarar, 3 sinfoníuhljómsveitir, 33 herbergi, 300 ára saga
Rússlands, ALLT Í EINNI TÖKU.
Hreint út sagt stórkostlegt afrek í sögu kvikmyndalistarinnar. Í
þessari mynd fylgjum við frönskum hefðarmanni á göngu hans í gegnum
hið stórbrotna Hermitage safn í St. Péturborg. Þar mætum við mörgum af
helstu meistaraverkum listasögunnar, og einnig vaknar til lífsins saga
Rússlands og við flæðum inn á milli herbergja jafnt sem atburða á
stanslausu ferðalagi en myndin er tekin í EINNI töku og komu um 4500
manns að gerð hennar.
Þessari máttu ekki missa af!!!
Tilnefnd til Gullpálmans í Cannes 2002.

Sýnt í Hráa Salnum, Sölvhólsgötu 13 (leiklistar-og tónlistardeild).
Allir velkomnir úr öllum deildum, og allstaðar að ef því er að skipta.

Kær kveðja,
Listnemabíó

No comments: