Wednesday, October 17, 2007

Á bout de souffle

Næsta fimmtudag, þ.e. á morgun, munu við listnemar koma saman og glápa á meistaraverk Godards, Á bout de souffle (Breathless). Myndin segir frá ótýndum smákrimma sem verður það á að myrða lögreglumann. Hann fer til Parísar, kynnist stelpu og reynir að sannfæra hana um að flýja með sér til Ítalíu. Þetta skiptir voða litlu máli. Hér er það stemmningin, myndmálið og formið sem ræður. Myndin er gerð árið 1961 og fellur vel inn í þá rokkbylgju sem reið yfir hinn vestræna heim á þeim tíma. Töffaraskapur og pönkstælar eru augljósir þar sem Godard hafnar nær öllum hefðbundnum gildum í franski kvikmyndagerð á þessum tíma. Myndin er t.d. öll tekin handhelt, mikið um jump cuts og hinum frönsku gæðum sýndur puttinn. Myndmálið er því einstaklega skemmtilegt og hentar vel hinum mér-er-alveg-sama-söguþræði.
Óhætt er að segja að Á bout de souffle sé ein frægasta mynd kvikmyndasögunnar. Myndin markar upphaf hinnar frönsku nýbylgju sem hefur haft gríðarlega áhrif um allan heim, frá Íslandi til Bollywood. Látið þessa mynd ekki fara fram hjá ykkur. Komið og glápið. Hrái salurinn á Sölvhólsgötu klukkan átta.

Vamos!

No comments: