Wednesday, August 29, 2007

Kvikmyndaklúbburinn goes public

Já, nú höfum við loksins látið verða að því, við höfum stofnað bloggsíðu sem mun innihalda alls kyns skemmtileg heit eins og dagskrá og upplýsingar um myndir og þannig háttar. Kvikmyndaklúbburinn er tiltölulega ungur; stofnður í fyrra af áhugamönnum um að efla vitund skólasystkyna, og um leið sína eigin, um listrænar og góðar kvikmyndir. Það er okkar trú að með því frjógum við huga listnema svo um munar og mun sköpun allra hluteigandi verða hin mesta og besta. Í fyrra sýndum við nokkrar vægast sagt magnaður myndir eins og heimildarmyndina Stevie, indversku brjálæðisgeðveikina Kabhi Kushi Kabhi Gahm, úrval evrópskra stuttmynd, dauðamyndina Star Wars Holiday Special, 8 1/2 eftir Fellini og fleiri og fleiri. Í ár er markmiðið að efla klúbbinn enn frekar með hnitmiðaðri dagskrá sem verður birt með góðum fyrirvara, upplýsingar um myndir og í umræðunni er að skipuleggja stuttmyndakeppni.
En nú er bara um að gera að mæta á bíó og horfa á góðar myndir, fá sér kaldann drykk og gúffa í sig poppi. Glápt verður í hráa sal Sölvhólsgötunnar á fimmtudagkvöldum.

No comments: